Forsetaframboð og stólaleikur ráðherra
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokks og Vinstri grænna sigldi ekki lygnan sjó á árinu, ekki frekar en fyrri ár, en talsverðar hrókeringar urðu á vormánuðum.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem gegndi óumdeilanlega hlutverki sáttamiðlara á stjórnarheimilinu, steig til hliðar sem forsætisráðherra og ákvað að gefa kost á sér til forseta Íslands eftir að Guðni Th. Jóhannesson tilkynnti að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri.
Í kjölfarið tók Bjarni Benediktsson, sem var þá utanríkisráðherra, við sem forsætisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem hafði síðast fært sig um set haustið 2023, færði sig aftur yfir í utanríkisráðuneytið og Sigurður Ingi Jóhannsson kom í hennar stað í fjármálaráðuneytið. Svandís Svavarsdóttir færði sig yfir í innviðaráðuneytið og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kom ný inn í stað Svandísar í matvælaráðuneytið. Sjálf laut Katrín Jakobsdóttir í lægra haldi fyrir Höllu Tómasdóttur, sem tók við embætti forseta Íslands í byrjun ágúst.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði