Undanfarin ár hafa reynst krefjandi fyrir kvikmyndahús hér á landi og víðar í heiminum. Heimsfaraldurinn sem hófst árið 2020 reyndist þungt högg og voru takmarkanir í gildi fram til ársins 2022, sem eðli málsins samkvæmt gerði það að verkum að aðsókn í kvikmyndahús hrundi og dró úr framleiðslu.
„Kvikmyndahúsin fóru í gegnum mjög krefjandi tímabil í kjölfar heimsfaraldursins. Lokanir, óvissa og langvarandi seinkun á stóru titlunum hafði áhrif – ekki aðeins á rekstur heldur líka á hegðun og væntingar áhorfenda,“ segir Alfreð Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri Sambíóanna, en Sambíóin urðu líkt og aðrir fyrir verulegu tekjutapi og röskun á starfsemi. Þrátt fyrir það hafi þau ekki fengið frekari styrkveitingar vegna áhrifa faraldursins.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 5.995 kr. á mánuði