Þrátt fyrir að Íslandsbanki sé nýbúinn að skila uppgjöri fyrsta ársfjórðungs beinast nú flest augu að sölu á hlut ríkisins í bankanum en almennt hlutafjárútboð hófst í gærmorgun. Grunnmagn útboðs nær til allt að 376.094.154 hluta í Íslandsbanka, eða 20% af heildarhlutafé bankans. Miðað við útboðsgengi í tilboðsbók A má ætla að söluandvirði ríkisins verður a.m.k. 40 milljarðar króna ef full áskrift fæst. Þá hefur fjármálaráðherra heimild til að auka útboðsmagnið ef umframeftirspurn verður til staðar í útboðinu. Samanlagt geta grunnmagn útboðsins og möguleg magnaukning numið öllum eftirstandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka, eða 45,2% af almennum hlutum bankans.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 5.995 kr. á mánuði