Breska innviðafjárfestingarfélagið Digital 9 Infrastructure (D9) hefur fengið nokkur tilboð í Verne Global, sem rekur eitt stærsta gagnaver landsins á Ásbrú í Reykjanesbæ. Útlit er fyrir að D9 muni selja meirihluta í Verne Global tveimur árum eftir að hafa keypt félagið fyrir tæplega 40 milljarða króna.
Fjárfestingarfélagið hóf á fyrri hluta ársins söluferli á minnihluta í þremur Verne Global félögum samstæðunnar á Íslandi, Finnlandi og Bretlandi. D9 sagði fjárfestingarstefnu sína innihalda ákvæði um að samstæðan skuli ekki fjárfesta fyrir meira en 25% af brúttóvirði eignasafnsins í einu félagi. Fyrir vikið gæti það ekki aukið vægi Verne Global á íslandi í eignasafninu að svo stöddu en gagnaversfyrirtækið áformar mikla stækkun og tugmilljarða króna framkvæmdir á næstu árum líkt og Viðskiptablaðið fjallaði um í sumar.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði