Fleiri stjórnendur íslenskra iðnfyrirtækja telja að aðstæður í efnahagslífinu séu góðar en þeir sem telja að þær séu slæmar. Þegar litið er til næstu 6-12 mánaða eru fleiri stjórnendur iðnfyrirtækja sem telja að aðstæður í efnahagslífinu muni batna en þeir sem telja að þær muni versna. Má þar greina nokkru meiri bjartsýni á efnahagsframvinduna en á sama tíma í fyrra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum könnunar sem kannanafyrirtækið Outcome framkvæmdi fyrir Samtök iðnaðarins (SI) meðal stjórnenda íslenskra iðnfyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins í febrúar og mars á þessu ári.
Mun hærra hlutfall stjórnenda telur að tekjur muni aukast en minnka á öðrum, þriðja og fjórða ársfjórðungi sé miðað við sömu ársfjórðunga 2023. Sömu sögu er að segja þegar spurt var um fjölgun eða fækkun starfsfólks en þegar litið er til næstu tólf mánaða telja mun fleiri stjórnendur iðnfyrirtækja að starfsmönnum þeirra fyrirtækja muni fjölga en fækka. Er stjórnendur voru spurði hvort skortur sé á starfsfólki í þeirra fyrirtæki núna svöruðu fleiri því játandi en neitandi. Hlutfall þeirra sem telja að það sé skortur lækkaði þó lítillega á milli ára. Að mati stjórnendanna skortir helst iðnmenntað starfsfólk og því næst háskólamenntað, sem er sambærileg staða og verið hefur síðustu ár.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði