Hátæknifyrirtækið Nox Medical, sem framleiðir lækningatæki til að greina svefnsjúkdóma, hefur rúmlega þrefaldað tekjur sínar í Bandaríkjunum á aðeins þremur árum, eða frá því að félagið hóf sjálft að sjá um dreifningu á vörum sínum þar. Tekjur félagsins í Bandaríkjunum voru um 4 milljónir dala árið 2019 en voru komnar upp í tæpar 15 milljónir dala í fyrra. Ingvar Hjálmarsson, framkvæmdastjóri stefnumótunar hjá Nox Medical, segir þá stóru ákvörðun að hefja að dreifa vörunum upp á eigin spýtur hafi reynst félaginu mikið gæfuspor.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði