Um næstu mánaðamót mun kjarnastarfsemi Origo, sem snýr að rekstrarþjónustu, innviðum og hugbúnaði, flytjast í nýja dótturfélagið Origo ehf.

Á sama tíma tekur nýtt félag til starfa, sem fengið hefur nafnið Skyggnir eignarhaldsfélag, og heldur utan um 14 sjálfstæð rekstrarfélög sem heyrðu áður beint eða óbeint undir Origo hf. Eingöngu er um skipulagsbreytingu að ræða en allir núverandi starfsmenn og öll viðskiptasambönd flytjast yfir í nýja dótturfélagið.

Ari Daníelsson, forstjóri Origo, segir að um sé að ræða stóran áfanga í vegferð sem stjórnendur fyrirtækisins hófu upprunalega fyrir nokkrum árum.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði