Bjarni Benediktsson tilkynnti um afsögn sína sem fjármálaráðherra á blaðamannafundi í gærmorgun. Tilefnið var álit umboðsmanns Alþingis um að ráðherrann hefði brostið hæfi við sölu á 22,5% eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka í mars 2022 en félag í eigu föður Bjarna var meðal kaupenda. 

Ákvörðunin virtist koma flestum á óvart, ef ekki öllum, en þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði til að mynda af afsögninni á sama tíma og þjóðin öll. Margir þingmenn stjórnarandstöðunnar fögnuðu ákvörðuninni og virtust að ákveðnu marki hrósa Bjarna fyrir að axla ábyrgð. 

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði