Gengi rafmyntarinnar Bitcoin er í sögulegum hæðum en þegar þetta er skrifað nemur virði eins Bitcoin um 90 þúsund Bandaríkjadölum, eða sem nemur um 12,7 milljónum króna. Í byrjun nóvember stóð gengi rafmyntarinnar í tæplega 70 þúsund dölum og hefur gegnið því hækkað um tæplega þriðjung síðan.

Rafmyntafjárfestar gera sér vonir um að 100 þúsund dala múrinn verði rofinn áður en árið rennur sitt skeið. Til marks um það kemur fram í frétt Wall Street Journal að verðmæti valréttarsamninga sem veðja á að gengið hafi náð 100 þúsund dölum þann 27. desember nk. nemi um 850 milljónum dala, eða sem nemur rúmlega 116 milljörðum króna.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði