Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir félagið nú standa frammi fyrir breyttri heimsmynd sem felist í því að það þurfi að forgangsraða áherslum í orkusölu til næstu ára, enda sé eftirspurn eftir raforku meiri en framboðið. Vegna þess muni fyrirtækið hvorki leggja áherslu á að fá nýja stórnotendur í málmiðnaði eða hrávöruvinnslu í viðskipti né heldur leggja áherslu á útflutning orku. Þess í stað verði megináhersla lögð á að anna eftirspurn eftir raforku til aukinnar almennrar notkunar í samfélaginu og til innlendra orkuskipta, til að styðja við aukna stafræna vegferð og nýsköpun og til að styðja við framþróun núverandi stórnotenda. Í fyrsta skipti í sögu Landsvirkjunar þurfi að segja nei við fjölmörgum góðum verkefnum. Orkan sé einfaldlega ekki til.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði