Forsvarsmenn Eimskips höfnuðu alfarið öllum málatilbúnaði Samkeppniseftirlitsins er varðar meint samráð skipafélagsins  við Samskip á árunum eftir hrun í ítarlegu og rökstuddu máli í tveimur andmælaskjölum árið 2020. Ekki nema ári seinna ákváðu nýir stjórnendur Eimskips að gera sátt við eftirlitið og játa brotin sem SKE sakaði forvera þeirra um.

Líkt og Viðskiptablaðið hefur fjallað um sakar Samskip nýja forsvarsmenn Eimskips um að hafa keypt sig frá málinu með falskri játningu en að því sem Samskip kemst næst er afstaða fyrrum forsvarsmanna Eimskips um að engin brot hafi átt sér stað, óbreytt.

Í andmælum Eimskips kemur skýrlega fram að „langstærstur hluti þeirra starfsmanna sem við sögu koma hafa látið af störfum“.

Andmæli fyrirtækjanna tveggja í málinu eru á mörg þúsund blaðsíðum sem er þó dropi í haf ákvörðunar eftirlitsins sem var gefin út í fjórtán bindum. Sátt Eimskipsmanna í málinu og játning þeirra er þó ekki nema þrjár blaðsíður. Eftir áratugalanga rannsókn, ítarlegar húsleitir og gagnabeiðnir hófust formlegar sáttaviðræður við Eimskip miðvikudaginn 9. júní 2021 og var sátt milli Eimskips og SKE undirrituð viku síðar.

Athygli vekur að Eimskip, sem er markaðsráðandi í sjóflutningum á Íslandi, var leyft að ljúka málinu með verulega lækkaða sekt án þess að eftirlitið krefðist þess að fá frekari gögn, upplýsingar eða framburði frá forsvarsmönnum játningu þeirra til stuðnings.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði