Stefnt er að því að innleiða breytingar á CRR-reglugerðinni svokölluðu í íslensk lög á þessu ári. Um er að ræða innleiðingu á Basel III-staðlinum sem er hluti af bankapakka Evrópusambandsins. Þó svo að fyrirhugaðar breytingar hafi ekki fengið mikla athygli í stjórnmálaumræðu á Íslandi koma þær til með hafa töluverð áhrif á íslenskum fjármálamarkaði.

Fyrirséð er að áhrif breytinganna verða umtalsverð á framkvæmdalán banka til byggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis hér á landi. Að öllu öðru óbreyttu munu breytingarnar leiða til enn frekari hækkun byggingarkostnaðar vegna dýrari lánsfjármögnunar en því til viðbótar kann framboð á nýbyggingum að dragast saman vegna hertra skilyrða um eiginfjármögnun.

© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)

Skellur fyrir þá eignaminni

Þó svo að breytingarnar komi til með að lækka áhættuvog á hefðbundnum fasteignalánum koma þær hinum eignaminni illa. Eins og fyrr segir verða áhrif þeirra meiri á verðtryggð lán en lán á nafnvöxtum vegna hækknar á höfuðstóli samhliða hækkunum á verðlagi. Þá fela þær í sér auka eiginfjárbindingu banka vegna húsnæðislána með hærra veðhlutfall en 76% og munu því hækka útlánsvexti til þeirra sem eru með minna eigið fé en gengur og gerist

Eiginfjárbinding í slíkum lánum verður einnig hærri í verðtryggðum lánum en óverðtryggðum. Vegna hærri eiginfjárbindingar kunna þessar breytingar að hafa þau áhrif að hækka útlánsvexti til hópa með minna eigin fé milli handanna eins og fyrstu kaupenda eða annarra sem standa höllum fæti. Slíkir hópar hafa einnig ákveðinn hvata til þess að taka verðtryggð lán fremur en óverðtryggð vegna lægri greiðslubyrðar í upphafi.

Fjallar er um málið ítarlega í Viðskiptablaðinu sem kom út 5. febrúar síðastliðin. Áskrifendur geta nálgast þá umfjöllun hérí heild sinni.