Einhverjir eigendur Íbúðabréfa höfðu óskað eftir því við fjármálaráðuneytið að fá að skipta þeim fyrir ríkisskuldabréf, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins, áður en tilkynnt var í morgun að haldið verði skiptiútboð svokallað, þar sem þeim mun bjóðast að skipta á Íbúðabréfaflokkunum HFF 34 og HFF44 fyrir verðbréf í eigu ÍL-sjóðs.

Afar ólíklegt þykir að lífeyrissjóðirnir muni taka þátt í útboðinu, sem virðist því helst sniðið að öðrum eigendum bréfanna. Einn viðmælenda blaðsins segir fyrirhugað útboð „algerlega kollvarpa fyrri hugmyndum Bjarna [Benediktssyni, fyrrverandi fjármálaráðherra]“.

Ekkert kom fram um fyrirkomulag útboðsins og því liggur ekki fyrir hvort um opið eða fast skiptagengi verður að ræða né þá hvert fast gengi yrði. Frá því Bjarni Benediktsson þáverandi fjármálaráðherra kynnti fyrirætlanir sínar um slit og uppgjör ÍL-sjóðs hafa bréfin skipt um hendur á nafnvirði – það er að segja verði sem samsvarar því að kaupandi kæmi út á sléttu yrði höfuðstóll bréfanna endurgreiddur að fullu á næstunni en engar frekari vaxtagreiðslur kæmu til, eins og Bjarni lagði upp með. Fyrir það hafði lengsti og langtum stærsti flokkurinn, HFF44, gengið kaupum og sölum á genginu 119.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði