Það fór töluvert fyrir Guðmundi Björgvinssyni ríkisendurskoðanda í sumar. Hér er ekki eingöngu átt við Lindarhvolsmál sem mikið hefur verið fjallað um á undanförnum mánuðum.

Ríkisendurskoðandi hljóp upp til handa og fóta eftir að fulltrúar Bankasýslunnar funduðu með efnahags- og viðskiptanefnd í júnílok. Á fundinum sögðu Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, og Jón Gunnar Jónsson forstjóri að ekki væri við stofnunina að sakast ef Íslandsbanki hafi brotið lög í útboðinu.

Nokkrum dögum síðar sendi Ríkisendurskoðun frá sér tilkynningu um að stofnunin hygðist fylgja eftir niðurstöðum stjórnsýsluúttektar á sölu hlut ríkisins í bankanum í mars í fyrra. Í tilkynningunni segir:

Ríkisendurskoðun getur ekki dregið aðra ályktun af málflutningi fulltrúa Bankasýslu ríkisins á fundi með efnahags- og viðskiptanefnd, sem haldinn var 28. júní sl., en að stofnunin hafi fyrir sitt leyti engan lærdóm dregið af skýrslu Ríkisendurskoðunar og að ekki standi til af hennar hálfu að axla neina þá ábyrgð sem henni ber sem framkvæmdaraðila útboðsins og fjallað er um í skýrslunni. Af þessu tilefni hefur Ríkisendurskoðun óskað eftir ítarlegum upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneyti um stöðu mála er varðar ábendingar nr. 1 og nr. 5 og til hvaða ráðstafana ráðuneytið hafi gripið með það að markmiði að styrkja eftirfylgni með eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki og koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.“

Þetta útspil Ríkisendurskoðunar vakti töluverða athygli fjölmiðla. Eigi að síður létu þeir það vera að velta fyrir sér hvað fælist í þeim ábendingum sem stofnunin leggur svo brýna áherslu á að verði hrint í framkvæmd.

***

Í fyrsta lagi snýr eftirfylgni Ríkisendurskoðunar að ábendingu um að tryggja verði að sá ríkisaðili sem fer með sölu á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum búi yfir nauðsynlegum mannauði og grunnþekkingu á þeirri söluaðferð sem stuðst er við hverju sinni.

Í skýrslunni segir: Þrátt fyrir reynslu og þekkingu starfsmanna og stjórnar Bankasýslunnar á sviði umsýslu og sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum bjó stofnunin ekki yfir reynslu af tilboðsfyrirkomulagi í aðdraganda sölunnar. Stofnunin var í söluferlinu öllu afar háð utanaðkomandi ráðgjöf og þekkingu.

Hér verður Ríkisendurskoðun ekki skilin öðruvísi en að hún sé að leggja til að fjölmennur her sérfræðinga og fjármálafakíra verði ráðinn til Bankasýslunnar eða þeirrar stofnunar sem kemur til með að fara með frekari sölu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Nú verður það að teljast ansi sérstakt hjá stofnun sem meðal annars hefur það hlutverk að tryggja að ríkið fari með fjármuni skattgreiðenda.

Þá segir í hinni ábendingunni sem Ríkisendurskoðandi spyr fjármálaráðuneytið sérstaklega um í eftirgrennslan: Við sölu á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum getur sú tilhögun að viðkomandi fyrirtæki komi með beinum hætti að sölunni verið til þess fallin að grafa undan vægi lögbundinna sjónarmiða um jafnræði og hlutlægni og að áhætta vegna hagsmunaárekstra eykst sem og orðsporsáhætta ríkisins.

Væntanlega gera fáir athuga-semd við þessa ábendingu enda flestir sammála um að það hafi verið óheppilegt að Íslandsbanki hafi annast söluhluta útboðsins. Enda hefur enginn lagt til að sá háttur verði hafður á þegar næstu skref verða stigin við sölu á hlut ríkisins í bankanum.

Í ljósi þessa má velta fyrir sér hvort eftirfylgni ríkisendurskoðanda hafi í besta falli verið ótímabær og í versta falli verið sett fram í annarlegum tilgangi. Svörin fást við því fljótlega en stofnunin lýsti yfir að svör við fyrirspurnunum kæmu með haustinu.

***

Velta má fyrir sér hvort það sé almennt viðhorf í stjórnkerfinu að fylla eigi allar stofnanir af sérfræðingum af öllum stærðum og gerðum til þess að takast á við hugsanleg verkefni sem upp gætu komið. Það að starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga fjölgaði um 11.400 á árunum 2015 til 2021 sé litið til talna vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar kann að vera vísbending um það. Það er rúmlega 20% fjölgun, en á sama tíma fjölgaði fólki á almennum vinnumarkaði um 4.200, sem var 3% aukning.Í þessu samhengi er rétt að nefna viðbrögð fjölmiðla við boðuðum aðhaldsaðgerðum stjórnvalda í fjárlögum næsta árs. En sem kunnugt er þá boðaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra 17 milljarða aðhaldsaðgerðir og á að ná þeim fram að stærstum hluta með fækkun opinberra starfa um 400.

Það kom vafalaust fáum á óvart að Ríkisútvarpið leitaði viðbragða hjá Helgu Þórisdóttur, formanni Félags forstöðumanna ríkisstofnana, við þessum tíðindum. Og væntanlega kom það enn færri á óvart að hún galt mikinn varhug við þessum áformum. Í fréttinni segir:„Helga segir að stofnanir ríkisins sinni mikilvægum verkefnum og það sé viðvarandi krafa að gera sífellt meira og betur. Og þótt hægt sé að sýna fram á að í einhverjum tilfellum megi fækka starfsmönnum, þá hafi henni í gegnum tíðina frekar sýnst að fjölga þurfi fólki til að stofnanir rísi undir hlutverki sínu.“Svo mörg voru þau orð og málið væntanlega útrætt.

***

Sorphirðumál hafa einnig verið fyrirferðarmikil í fjölmiðlum í sumar. Eins og flestir vita er verið að taka upp nýtt sorpflokkunarkerfi á höfuðborgarsvæðinu. Innleiðingin hefur gengið brösuglega og reynt á þolinmæði fjölmargra íbúa eins og komið hefur verið fram í fjölmiðlum að undanförnu.

Hefur óánægjan fyrst og fremst beinst að því hversu langan tíma það hefur tekið að afhenda nýjar tunnur og hvernig grenndargámar hafa fyllst af rusli án þess að vera tæmdir vikum saman. Sjálfsagt má tína fleira til en í stuttu máli má segja að þessi fréttaflutningur endurspegli að íbúarnir séu reiðubúnir að flokka sitt rusl ef þeir fá viðunandi þjónustu.

Þessari mynd var þó ekki varpað fram í ítarlegri umfjöllun Ríkisútvarpsins um málið sem birtist á vef stofnunarinnar þann 10. ágúst. Af umfjölluninni að dæma er um að ræða anga af meintu menningarstríði sem ríkir á milli miðaldra karlmanna og góða fólksins.

Í fréttinni var rætt við sundkennara í Vesturbænum sem er alsæll með nýja kerfið. Reyndar var rætt við annan íbúa stuttlega sem benti á kjarna málsins: vankantarnir á hinu nýja skipulagi væru miklir og ef ekki tækist að sníða þá af væri hætt við að fólk gæfist upp á flokkuninni.

Eins og fyrr segir er þetta kjarni málsins. Fréttamaðurinn hafði samt sem áður lítinn áhuga á honum. Þess í stað tók hún viðtal við Rögnu Benediktu Garðarsdóttur félagssálfræðing. Hún sagðist ekkert vita um málið en vísaði á einhverja óljósa „alþjóðlega rannsókn“ sem hefði sýnt að miðalda karlmenn ættu erfiðara með umhverfismál en aðrir.

Velta má fyrir sér hvort það sé almennt viðhorf í stjórnkerfinu að fylla eigi allar stofnanir af sérfræðingum af öllum stærðum og gerðum til þess að takast á við hugsanleg verkefni sem upp gætu komið. Það að starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga fjölgaði um 11.400 á árunum 2015 til 2021 sé litið til talna vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar kann að vera vísbending um það. Það er rúmlega 20% fjölgun, en á sama tíma fjölgaði fólki á almennum vinnumarkaði um 4.200, sem var 3% aukning.Í þessu samhengi er rétt að nefna viðbrögð fjölmiðla við boðuðum aðhaldsaðgerðum stjórnvalda í fjárlögum næsta árs. En sem kunnugt er þá boðaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra 17 milljarða aðhaldsaðgerðir og á að ná þeim fram að stærstum hluta með fækkun opinberra starfa um 400.

Það kom vafalaust fáum á óvart að Ríkisútvarpið leitaði viðbragða hjá Helgu Þórisdóttur, formanni Félags forstöðumanna ríkisstofnana, við þessum tíðindum. Og væntanlega kom það enn færri á óvart að hún galt mikinn varhug við þessum áformum. Í fréttinni segir:„Helga segir að stofnanir ríkisins sinni mikilvægum verkefnum og það sé viðvarandi krafa að gera sífellt meira og betur. Og þótt hægt sé að sýna fram á að í einhverjum tilfellum megi fækka starfsmönnum, þá hafi henni í gegnum tíðina frekar sýnst að fjölga þurfi fólki til að stofnanir rísi undir hlutverki sínu.“Svo mörg voru þau orð og málið væntanlega útrætt.

***

Sorphirðumál hafa einnig verið fyrirferðarmikil í fjölmiðlum í sumar. Eins og flestir vita er verið að taka upp nýtt sorpflokkunarkerfi á höfuðborgarsvæðinu. Innleiðingin hefur gengið brösuglega og reynt á þolinmæði fjölmargra íbúa eins og komið hefur verið fram í fjölmiðlum að undanförnu.

Hefur óánægjan fyrst og fremst beinst að því hversu langan tíma það hefur tekið að afhenda nýjar tunnur og hvernig grenndargámar hafa fyllst af rusli án þess að vera tæmdir vikum saman. Sjálfsagt má tína fleira til en í stuttu máli má segja að þessi fréttaflutningur endurspegli að íbúarnir séu reiðubúnir að flokka sitt rusl ef þeir fá viðunandi þjónustu.

Þessari mynd var þó ekki varpað fram í ítarlegri umfjöllun Ríkisútvarpsins um málið sem birtist á vef stofnunarinnar þann 10. ágúst. Af umfjölluninni að dæma er um að ræða anga af meintu menningarstríði sem ríkir á milli miðaldra karlmanna og góða fólksins.

Í fréttinni var rætt við sundkennara í Vesturbænum sem er alsæll með nýja kerfið. Reyndar var rætt við annan íbúa stuttlega sem benti á kjarna málsins: vankantarnir á hinu nýja skipulagi væru miklir og ef ekki tækist að sníða þá af væri hætt við að fólk gæfist upp á flokkuninni.

Eins og fyrr segir er þetta kjarni málsins. Fréttamaðurinn hafði samt sem áður lítinn áhuga á honum. Þess í stað tók hún viðtal við Rögnu Benediktu Garðarsdóttur félagssálfræðing. Hún sagðist ekkert vita um málið en vísaði á einhverja óljósa „alþjóðlega rannsókn“ sem hefði sýnt að miðalda karlmenn ættu erfiðara með umhverfismál en aðrir.

Hún sagðist ekkert vita um málið en vísaði á einhverja óljósa „alþjóðlega rannsókn“ sem hefði sýnt að miðalda karlmenn ættu erfiðara með umhverfismál en aðrir.

Haft var eftir Rögnu:

Ég er ekki búin að rannsaka þetta neitt og veit því ekki hvort það er þessi hópur sem er reiðari en aðrir hér heima. En það er ákveðin ástæða til að gruna að það gæti verið. Þetta er gott skólabókardæmi um það hvað utanaðkomandi breytingar gera eitthvað sem var ómeðvitað meðvitað.“ Og enn fremur: „Ef fólk veit að þessi aukavinna er í alvörunni að skila sér og mun vera til bóta þá gengur þessi sáttmáli upp, þá mun fólk geta haldið þessu áfram. Ég hef enga trú á að Ísland verði fyrsta þjóðin til að klúðra þessu.“

Með öðrum orðum vissi félagssálfræðingurinn ekkert um málið en taldi fyllstu ástæðu til að gruna að óánægjuna mætti rekja til reiðra miðaldra karla og enginn gaumur gefinn, hvorki af sérfræðingi né fréttamanni, að ástæðan gæti hreinlega verið sú að innleiðing þessa nýja flokkunarkerfis hafi verið klúður.

Fjölmiðlapistill er einn af föstum dálkum Viðskiptablaðsins. Þessi birtist í heild sinni í blaðinu sem kom út 1. september 2023.