Lofgjörð ársins

Það kom í ljós þegar Dagur B. Eggertsson lét af starfi borgarstjóra um síðustu áramót að í ráðhúsi Reykjavíkur var starfræktur kröftugur sértrúarsöfnuður. Útskýrir það vafalaust þann mikla vöxt sem var í stjórnsýslu borgarinnar í valdatíð Dags.

Mörgum í söfnuðinum varð hreinlega ekki sjálfrátt þegar Dagur lét af störfum. Eiríkur Hjálmarsson, starfsmaður Orkuveitunnar, er einn þeirra. Trúarhitinn var mikill þegar hann hamraði mikla lofrullu á Facebook-síðu sína:

„Takk Dagur, takk!

Takk fyrir að sýna fram á sanngjarnara samfélag.

Takk fyrir alúð við almannahagsmuni.

Takk fyrir umhyggju fyrir umhverfi og loftslagi.“

Eiríkur Hjálmarsson
Eiríkur Hjálmarsson
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Og enn fremur:

„Takk fyrir að efla traust meðal fólks meðal heiðarleika.

Takk fyrir að kenna mér þolinmæði við að leysa úr snúnum málum.“

Hrafnarnir ætla að eftirláta sérfróðum guðfræðingum að ræða um hvort Eiríkur sé þarna að kallast á við Ljóðaljóð Gamla testamentisins eða fyrra bréf Páls postula til Kórintumanna. En allir hljóta að vera sammála um að trúarhitinn er mikill.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði