En hvað um það. Nú er stærsta ferðahelgi landsins fram undan. Þetta er erfiður tími fyrir fjölmiðlarýni Viðskiptablaðsins og væntanlega fleiri sem hlusta á útvarp að staðaldri. Ástæðan er hin yfirgengilega síbylja sem ríður yfir ljósvakann á þessum tíma árs. Fjölmiðlafólk verður heltekið af því hvert fólk sé að fara um helgina og rætt er við fólk víðsvegar um landið frá morgni til kvöld og inn á milli talað við lögreglu og fulltrúa Samgöngustofu um að fólk eigi „að flýta sér hægt“ og „halda góðu bili á milli bíla á þjóðveginum“.

Reyndar tók Rás 2 forskot á sæluna í síðustu viku. Þá var rætt við Sigrúnu Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóra ÁTVR. Tilefnið var að ríkisrekna áfengisverslunin hafði auglýst í blöðum dagana á undan að fólk ætti að kaupa sér áfengi tímanlega fyrir verslunarmannahelgina til þess að forðast örtröð. Það sem var merkilegt við þetta samtal ríkistarfsmannanna er að það kom aldrei fram að nú selur fjöldi fyrirtækja áfengi gegnum vefinn og er með heimsendingu þannig að enginn þarf að standa í röð í verslunum ÁTVR – hvorki um verslunarmannahelgi né aðra daga.

En hvað verslunarmannahelgina varðar hefur enginn blaðamaður fangað andrúmsloftið sem henni fylgir með nákvæmari hætti en Ásgeir Sverrisson. Það gerði hann í pistli sem birtist í Morgunblaðinu 4. ágúst á aldamótaárinu. Full ástæða er til að rifja þessi skrif upp og birtast þau hér með í heild sinni með góðfúslegu leyfi höfundar og Morgunblaðsins:

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði