Þegar rýnt er í straum og stefnur sem móta þjóðlífið um þessar mundir vekur athygli hversu mikil fyrirferð hins opinbera er.

Stærstu viðskipti ársins voru án nokkurs vafa ríkisvæðing Landsbankans á hinu rótgróna tryggingarfélagi TM. Opinberir starfsmenn voru fyrirferðarmiklir þegar nýr þjóðhöfðingi var kjörinn í sumar þó svo að forsetinn hafi ekki komið úr þeirra röðum. Það sama var uppi á teningnum þegar gengið var til alþingiskosninga í vetur – mikill meirihluti frambjóðenda í efstu sætum framboðanna starfar hjá hinu opinbera með einum eða öðrum hætti.

Þetta setti mark sitt á umræðurnar í kosningabaráttunni. Lítið var rætt um verðmætasköpun og hvernig stjórnvöld geti búið þannig um hnútana að atvinnulífið eflist og dafni. Þeim mun meira var talað um skattahækkanir á heimili og fyrirtækin. Að vísu var talað um að hækka ekki skatta á „vinnandi fólk“ eins og það var kallað í kosningabaráttunni. Staðreynd málsins er hins vegar sú að það er alltaf á endanum vinnandi fólk sem greiðir skattana. Hvort sem um er að ræða auðlindagjöld, fjármagnstekjuskatt eða einhverja aðra skatta þá eru engir aðrir en einstaklingar sem geta endanlega borið skattbyrðina. Þeir gera það beint, eða óbeint, í gegnum fyrirtæki sem þeir eru hluthafar eða haghafar í. Þetta er einfaldlega staðreynd. Félög borga vissulega skatta en kostnaðurinn við það er borinn endanlega af einstaklingum

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði