Það er ekkert launungar­mál að stjórnarand­staðan beitir fyrir sér málþófi á Alþingi þessa dag­ana í umræðum um frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um margföldun veiðigjalda. Fréttaflutningur miðla á borð við Ríkisútvarpið og Sýnar af þessu öllu saman hefur verið sérstakur. Þessi miðlar hafa fyrst og fremst beint sjónum sínum að þeim almæltu tíð­indum að þingmenn stjórnar­andstöðunnar eru að nýta sér ótakmarkaðan ræðutíma í annarri umferð umræðu um veiðigjöldin og segja hlust­endum aðallega frá því hvað stjórnarandstaðan er búin að tala lengi á degi hverjum og hvernig það mælist í sögu­legu samhengi. Það er eins og frétta­menn þessara miðla hafi engan áhuga á því um hvað er verið að takast á.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 5.995 kr. á mánuði