Hið furðulega mál Heimildarinnar og Jóns Gunnarssonar hefur vakið verðskuldaða athygli og þar er margt sem þarfnast nánari skoðunar.

Málið hófst árla dags á mánudag í síðustu viku, þegar Jón birti yfirlýsingu á Facebook um einkennilega atburðarás. Hann sagði að erlendur maður, sem kynnti sig sem svissneskan fjárfesti, hefði haft samband við son sinn, sem er fasteignasali, og sagst hafa áhuga á fjárfestingu í íslenskum fasteignum. Hann kom í framhaldinu til Íslands, en eftir að hafa verið kynntar mögulegar fjárfestingar hér hafi þeir átt kvöldverð. Þar barst margt í tal, en einkum virðist áhugi gestsins hafa beinst að Jóni, föður fasteignasalans, sér í lagi hvað varðaði hvalveiðar. Að því er virðist lá sonurinn ekki á skoðunum sínum, en sennilega einnig sagt sitt af hverju sem gesturinn vildi heyra, enda átti fasteignasalinn mikið undir því að tilvonandi viðskiptavinur væri ánægður.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði