Elín Hall hefur skipað sér sess sem einn af fjölhæfustu listamönnum landsins. Hún er þekkt bæði sem leikkona og tónlistarkona og hefur tekið þátt í metnaðarfullum verkefnum bæði á sviði og í kvikmyndum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún þegar leikið í stórmyndum eins og Ljósbroti, sem var heimsfrumsýnd á hinni virtu kvikmyndahátíð í Cannes, og í kvikmyndinni Lof mér að falla. Á sama tíma hefur hún gefið út tónlist og haldið fjölda tónleika.
Elín var nýbúin að halda útgáfutónleika fyrir plötuna sína Heyrist í mér þegar viðtalið var tekið. Hún lýsir gleði og spennufalli í kjölfar tónleikanna. „Það gekk ógeðslega vel, en ég er í miklu spennufalli,“ segir hún og hlær. „Ég hef aldrei haldið tónleika af þessu kaliberi sjálf. Ég hef komið fram á ýmsum hátíðum fyrir stærri áhorfendahópa, en það var ótrúlega gaman að troðfylla Iðnó.“
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði