BMW i4 er fallega hannaður bíll frá bæverska lúxusbílaframleiðandanum. Gran coupé hönnunin á þessum 5 dyra bíl er ákveðin fagurfræði. Húddið er langt og hliðarsvipurinn straumlínulagaður og flottur. Langt hjólahafið með stuttri skögun og flæðandi topplínu. Framendinn er afar sportlegur með lóðrétt, tvískipt grill með áberandi mynstri og LED ljós sem gefa fögur fyrirheit. Hönnuðir BMW kunna þetta vel.

Fjarkinn er laglegur að innan og þar er allt eins og búast má við í BMW. Mælaborðið er klassískt og fallegt. Bíllinn er með 14,9“ sveigðum snertiskjá og 12,3“ stafrænu mælaborði sem sameinast.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði