Þriðja kynslóð Range Rover Sport, sem kom á markað fyrir um tveimur árum, hefur notið vinsælda hér á landi. Bíllinn býður upp á sportlegan lúxus með magnaðri akstursupplifun, góðri getu í torfærum og nýjustu tækni. Við reynsluókum gripnum á dögunum í tvinnútgáfu, með þriggja lítra og sex sílendra bensínvél og rafmótor.

Range Rover Sport hefur breyst mikið frá því að hann kom á markað fyrst árið 2005 en á þeim árum voru sportlegir jeppar að koma inn á markaðinn. Það var talsverð bylting þegar önnur kynslóðin kom árið 2013. Þá léttist hann um allt að 420 kíló og varð mun sportlegri.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði