Sigga Soffía Níelsdóttir er dansari og danshöfundur en er einnig þekkt fyrir flugeldasýningahönnun og blómalistaverk. Síðastliðin ár hefur Sigga Soffía unnið flugeldasýningar út frá kóreógrafíu. Þá hefur hún hannað ræktanlega flugeldasýningu blóma, blómainnsetningu sem springur út eftir sáningarforskrift.

„Ég er flugeldasýningahönnuður og gerði flugeldasýningu menningarnætur 2013- 2015 ásamt því að fara sem fulltrúi Íslands til að sprengja upp flugeldasýninguna Northern Nights í Barcelona 2017. Þar átt- aði ég mig á því að allir flugeldar sem ég var að nota hétu blómanöfnum. Skemmst er frá því að segja að ég fann heimilidir um uppruna flugelda en 1585 var orðið Hanabi fyrst notað. Hana þýðir eldur og Bi þýðir blóm svo Japanir tala um Eldblóm. Þar kviknaði hugmyndin um að rækta blómin sem ég er að sprengja á menningarnótt. Úr varð listaverkið Eldblóm – dansverk fyrir flugelda og flóru sem var blómainnsetning í Hallargarðinum,“ segir Sigga Soffía.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði