Það er fátt jafn skemmtilegt og að fara til nýrra og spennandi áfangastaða. En eins og allir sem hafa setið í flugvél í fleiri klukkustundir vita, þá er lykillinn að vel heppnaðri ferð að vera vel undirbúinn. Hér eru nokkrir nauðsynlegir hlutir sem þú ættir að hafa með þér í handfarangrinum þínum til að gera ferðalagið þitt eins þægilegt og mögulegt er.

Það er fátt jafn skemmtilegt og að fara til nýrra og spennandi áfangastaða. En eins og allir sem hafa setið í flugvél í fleiri klukkustundir vita, þá er lykillinn að vel heppnaðri ferð að vera vel undirbúinn. Hér eru nokkrir nauðsynlegir hlutir sem þú ættir að hafa með þér í handfarangrinum þínum til að gera ferðalagið þitt eins þægilegt og mögulegt er.

Apple AirPods

Góð heyrnatól eru algjör nauðsyn til þess að láta tímann líða og ná að hlusta á öll hlaðvörpin eða hljóðbækurnar sem ekki hefur gefist tími í að hlusta á. Auk þess er sniðugt að vera búinn að búa til skemmtilega eða róandi lagalista eftir því sem hentar.

Airtags

Það er fátt meira pirrandi en týndur farangur eftir langt flug. Með Airtags geturðu fylgst með hvar taskan þín er stödd og tryggt að hún fylgi þér alla leið að áfangastaðnum.

Handáburður

Loftræstingin í flugvélum getur verið grimm við húðina. Með góðum handáburði geturðu komið í veg fyrir að hendurnar þurrkist upp og haldið þeim mjúkum allan tímann.

Nefsprey

Eftir nokkra klukkutíma í flugi geta nasirnar orðið mjög þurrar. Nefsprey getur hjálpað til við að halda öndunarfærunum rökum og komið í veg fyrir óþægindi.

Silkiaugngríma

Ef þú ætlar þér að sofa í flugvélinni, þá er silki augngríma ómissandi. Hún útilokar ljósið og gerir svefninn bæði dýpri og þægilegri.

Púði

Þreyta í hálsi og herðum er algeng eftir langt flug. Velja má þægilegan háls- eða ferðapúða til að styðja við höfuðið og tryggja betri svefnstöðu.

Rakasprey

Rakasprey fyrir andlitið er algjörlega nauðsynlegt til að halda húðinni ferskri og mjúkri þrátt fyrir þurrkinn í flugvélinni.

Eyrnatappar

Ef AirPods duga ekki til að loka á óþarfa hávaða, þá eru eyrnatappar fullkomið viðbótartól. Þeir hjálpa til við að draga úr hávaða og gera svefninn eða afslöppunina þægilegri.

Hleðslutæki

Það er ekki góð tilfinning en að sjá símann sinn á síðustu rafhlöðustönginni þegar flugið er enn á miðri leið. Hleðslutæki eru algjörlega ómissandi til að halda öllum tækjunum þínum gangandi.

Snarl

Við vitum öll að flugvélarfæði er ekki alltaf toppurinn, og það er oft langt á milli máltíða. Hafðu með þér hollt snarl eins og hnetur, ávexti eða próteinstangir til að halda orkunni uppi.

Glært snyrtiveski

Gott er að hafa allt í vökvaformi á einum stað. Þá þarf ekki að að leita að öllu í töskunni til þess að setja í poka þegar farið er í gegnum öryggisgæslu á flugvöllum.

Bók

Það er ekkert betra en að detta inn í góða bók á meðan flugið líður. Ef þú vilt ferðast létt, þá eru rafbækur frábær kostur þar sem þú getur ferðast með heilt bókasafn í einu litlu tæki.

Þegar búið er að pakka þessum hlutum í handfarangurinn ættu allir að vera vel undirbúnir fyrir langt flug. Þá er bara að njóta flugsins og mæta á nýjan áfangastað með allt í toppstandi. Góða ferð!