Ari Bragi Kárason er fæddur árið 1989. Hann starfar sem tónlistarmaður og er fyrrum afreksmaður í frjálsum íþróttum. Þá fékk hann nýverið fastráðningu hjá Danish Radio Big Band sem er ein besta útvarpshljómsveit í heiminum og sú elsta. Hún hefur verið starfræk síðan 1964 en Ari er fyrsti Íslendingurinn til þess að fá ráðningu þarna.

Ari Bragi ásamt fjölskyldu.
Ari Bragi ásamt fjölskyldu.

Hann flutti til Kaupmannahafnar árið 2021 ásamt konunni sinni og dóttur þeirra. En þau hjónin eru bæði starfandi úti. Ari Bragi vinnur sjálfstætt og hefur gert það síðan hann útskrifaðist úr háskólanámi í Bandaríkjunum árið 2013. Hann segist fyrst og fremst vera trompetleikari en hefur einnig starfað sem útsetjari og tónlistarstjóri í verkefnum á Íslandi.

Ari Bragi er mikill fjölskyldumaður og kann afskaplega vel við það hlutverk.En hann elskar líka að ferðast og hefur óþolandi mikinn áhuga á allskonar græjum og er algjör dellu kall, að eigin sögn.

"Ég er fyrst og fremst trompetleikari."
"Ég er fyrst og fremst trompetleikari."

Hvar ert þú búsettur og
hversu lengi hefur þú búið þar?

Ég er búsettur í Valby í Kaupmannahöfn. Við höfum búið hér síðan í febrúar en vorum þar á undan í Frederiksberg í Kaupmannahöfn. Bæði hverfin hafa sinn sjarma.

Hver var ástæðan
fyrir því að þú fluttir?

Við vildum endilega vera einhverstaðar annarstaðar þegar að heimsfaraldri skildi ljúka og komu nokkur lönd til greina en á endanum varð Danmörk fyrir valinu sökum praktískra atriða. Nálægð við Ísland og gott samfélag spiluðu þar stóran þátt.

Varst þú fljótur að aðlagast nýjum aðstæðum og ertu búinn að læra tungumálið?

Ég var nokkuð fljótur að aðlagast og fæ þónokkuð mörg tækifæri til þess að læra og verða betri í dönskunni.

Hún getur stundum vafist fyrir mér en ég þyrfti helst að byrja lesa meira af henni til þess að öðlast stærri og dýpri orð til þess að finnast ég eiga rétt á að geta talað hana meira opinberlega.

Verst er hvað maður er eitthvað “leiðinlegur” þegar maður reynir að taka spjallið og er ég því nokkuð fljótur að hoppa yfir í enskuna, sérstaklega þar sem ég bjó í NewYork í fimm ár og er því enskan mér mjög nálæg.

Er mikill munur á menningunni úti og hér heima?

Það eru nokkrir hlutir sem að standa upp úr. Fyrst og fremst hversu skipulagðir Danir eru og hversu vandlega er farið yfir hluti. Það er oft ábótarvant á Íslandi allaveganna í mínum innstu hringjum. Danir eru staðfastir og reglusamir en kunna líka og elska að gera vel við sig og slaka á þegar við á.

Hvernig er venjulegur dagur í þínu lífi úti?

Ari Bragi stefnir ekki á að koma heim í bráð.
Ari Bragi stefnir ekki á að koma heim í bráð.

Á virkum dögum er það venjulega að fara með dóttir mína í leikskóla, vinna í nokkra tíma, fara í búðina, henda mér í einhverja hreyfingu og sækja svo dóttur mína.

Um helgar er ég mikið í burtu að vinna við að spila en ef ég er heima nýtum við tímann saman til þess að gera eitthvað og njóta Köben.

Hvað er planið að búa lengi úti?

Eins lengi og á meðan það er gaman og gefandi.