Gylfi Sigurðsson sem verið hefur launahæsti íslenski atvinnumaðurinn hverfur nú af listanum eftir að samningi hans við Everton var rift í kjölfar rannsóknar á meintu kynferðisbroti gegn ólögráða stúlku.
Jóhann Berg Guðmundsson er nú launahæsti íslenski atvinnumaðurinn samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Jóhann Berg leikur með Burnley í ensku B deildinni og er með um 500 milljónir í árslaun.
Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins heldur hann sömu launum og á síðasta ári þótt Burnley hafi fallið úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Burnley er í toppbaráttu Championship deildarinnar og stefnir að því að endurheimta sæti sitt meðal þeirra bestu.
Fjallað er um launahæstu atvinnumennina í tímariti Áramóta sem kemur út á fimmtudaginn 29. desember.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði