Arne Jacobsen var lykilþátttakandi í innleiðingu módernismans í Danmörku. Hann er einna þekktastur fyrir að hanna formfagra stóla. Frægustu stólarnir hans eru án efa Eggið, Svanurinn, Sjöan, Dropinn og Maurinn sem allir eru klassískir og þekktir víða um heim.
Jacobsen fæddist í Kaupmannahöfn árið 1902. Foreldrar hans, Johan og Poulin, voru af gyðingaættum og vel stæð. Sonurinn ólst upp á fallegu heimili fjölskyldunnar í Kaupmannahöfn. Hann vakti snemma athygli fyrir góða teiknikunnáttu. Hugur hans stóð til myndlistarnáms en móðir hans hvatti hann frekar til að fara í arkitektúr. Úr varð að hann fór í nám í arkitektúr við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn þar sem hann stundaði nám 1924-1927 undir handleiðslu Kay Fisker og Kaj Gottlob sem báðir voru þekktir arkitektar og hönnuðir á þeim tíma.
Á unglingsárum kynntist Jakobsen bræðurunum Mogens og Flemming Lassen, sem báðir urðu síðar þekkt nöfn í danskri byggingarlist. Þessi vinátta styrkti Jakobsen í náminu. Á námsárunum hlaut Arne sína fyrstu viðurkenningu fyrir hönnun stóls fyrir danska sýningarskálann á Heimssýningunni í París árið 1925, sem kennari hans, Kay Fisker teiknaði.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði