Bílasala á Íslandi gekk vel árið 2023 og seldust alls 17.542 fólksbílar á árinu. Árið 2022 seldust hins vegar 16.673 bílar og var aukningin 5,2%. Árið 2023 var stærsta bílasöluárið í fimm ár, eða frá 2019, þrátt fyrir að vextir hækkuðu verulega. Á móti vó að bílaleigur keyptu fleiri bíla.
Rafbílar 50% sölunnar
Rafbílar eru annað árið í röð í mest seldi aflgjafinn. Nákvæmlega 50,03% allra fólksbíla sem seldir voru árið 2023 eru knúnir áfram af rafmagni. Að auki eru 9,7% bílanna með tvinntengivél, rafmagn og bensín og 0,4% með tvinntengivél rafmagn og dísel. Aðeins tveir metanknúnir bílar seldust á árinu.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði