Það var sérstök upplifun að sigla út úr smábátahöfninni í Antibes, þessum fræga strandbæ sem liggur mitt á milli Cannes og Nice á frönsku riveríunni. Útsýnið var ekki amalegt; lúxussnekkjur sem lágu bundnar við bryggju, úti fyrir höfninni lágu stórar snekkjur bundnar við akkeri og sólin baðaði gylta ströndina þegar við hljóðlega sigldum út á rafknúnum sportbátnum.

Báturinn sem um ræðir heitir Frauscher x Porsche 850 Fantom Air og er sannkallað draumafley. Blaðamönnum hafði verið boðið til Antibes til að reynsluaka Porsche Macan Turbo, nýjasta rafmagnsjeppling þýska sportbílaframleiðandans; sannarlega frábær bíll í alla staði, kraftmikill og léttleikandi. Að loknum reynsluakstrinum áttum við blaðamenn kost á siglingu á þessum flotta sportbát sem er samstarfsverkefni Porsche og austurríska lúxusbáta-framleiðandans Frauscher.

Frauscher x Porsche 850 Fantom Air er opinn sportbátur, 8,67 m langur og og 2,49 m breiður og með pláss fyrir níu farþega. Það sem gerir bátinn sérstakan er að hann er algjörlega rafknúinn og er vélin og batteríið það sama og í Porsche Macan Turbo bílnum. Vélin er 400 kW og batteríið 100 kWh. Porsche vill með þessu samstarfi sýna fram á að þeir séu leiðandi í framleiðslu hraðskreiðra rafmagnsfarartækja, hvort sem er á láði eða legi.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði