Bærinn er sérstaklega sjarmerandi og rólegur og liggur að laxveiðiánni Dee. Þar var lestarstöðin fyrir Balmoral kastalann fram til 1966. Glenmuick kirkjan gnæfir yfir bænum. Margt minnir á konungsfjölskylduna, þar á meðal Victoria and Albert Halls sem voru byggð til heiðurs drottningunni og prinsinum árið 1876.
Við fengum að kynnast bænum á dögunum þegar við prófuðum nýjan Toyota Land Cruiser og voru skosku hálöndin langt umfram væntingar, og voru þær þó töluverðar. Ballater er einstaklega vel til þess fallinn að eiga nætursetu þegar ferðast er um svæðið. Mikið af fallegum kastölum eru í næsta nágrenni, brugghúsum, fallegri náttúru og svo lengi mætti telja.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði