Í Lígúríu að finna finna smábæinn Portofino. Héraðið er á norðvesturströnd Ítalíu og er sannkölluð perla Miðjarðarhafsins með stórbrotinni náttúru, heillandi strandbæjum og ríkri menningu. Svæðið er frægt fyrir sína óviðjafnanlegu strandlengju, þar sem klettar og haf mætast á einstakan hátt.

Í Lígúríu að finna finna smábæinn Portofino. Héraðið er á norðvesturströnd Ítalíu og er sannkölluð perla Miðjarðarhafsins með stórbrotinni náttúru, heillandi strandbæjum og ríkri menningu. Svæðið er frægt fyrir sína óviðjafnanlegu strandlengju, þar sem klettar og haf mætast á einstakan hátt.

Portofino, þessi litli fiskibær á ítölsku Rivíerunni, er eins og falleg mynd sem lifnar við. Með klettana í bakgrunni, blágræna Miðjarðarhafið og litríku húsin, dregur Portofino að sér ferðamenn frá öllum heimshornum. Þó að bærinn sé smár, er hann stútfullur af sögu, menningu og ótrúlegri fegurð sem gerir hann að fullkomnum áfangastað fyrir hinn almenna mann daglangt, eða þá sem efnameiri eru í nokkra daga.

Portofino hefur lengi verið vinsæll meðal efnaðra ferðamanna, sérstaklega á fyrri hluta 20. aldar þegar frægir einstaklingar og aðalsfólk frá Evrópu komu til að njóta hinnar einstöku kyrrðar og fegurðar sem bæinn prýðir. Það er engin tilviljun að Portofino hefur þróast í einn helsta ferðamannastað heimsins, með lúxushótelum, fínum veitingastöðum og tískuvörubúðum sem raðast meðfram höfninni. Það er alvanalegt að sjá hásetana á lystisnekkjunum og stóru seglskútunum koma klyfjaðir af pokum merktum Dior, Louis Vuitton og öðrum lúxusvarningi.

Næsti bær við Portofino er Santa Margherita þar sem verðlag er viðráðanlegra og fegurðin litlu minni. Hinum megin við flóann er Sestri Levante, falin perla þar sem meðal annars er að finna lítinn vog. Vog þagnarinnar. Meira um það síðar.

Hér skaltu búa

Portofino, með sínum heillandi bæjarbrag og óviðjafnanlega fegurð, býður upp á nokkra af bestu gististöðum Ítalíu.

Belmond Hotel Splendido

Portofino býður upp á ótal valkosti fyrir gistingu en fáir staðir eru jafn glæsilegir og Belmond Hotel Splendido. Þetta fræga hótel, sem er uppi á hæðinni með útsýni yfir höfnina, býður upp á lúxus sem ekki er hægt að fá annars staðar. Með stórkostlegum herbergjum, frábærri þjónustu og töfrandi útsýni yfir Miðjarðarhafið, er þetta hinn fullkomni staður til að slaka á. Fyrir þá sem leita að enn persónulegri upplifun, bjóða mörg boutiquehótel og glæsileg sumarhús upp á rólegri og sérhæfðari dvöl.

Fyrir þá sem finnst verðmiðinn á gistingunni fullhár er hægt að fá sér drykk á veröndinni. Það þarf hins vegar að panta borð og hreint ekki víst að það fáist. En ef það fæst getur maður dáðst að einni af fjölmörgum villum sem voru í eigu Silvio Berlusconi. Reyndar er það svo að vegurinn að villunni heitir nú í höfuðið á hinum uppátækjasama forsætisráðherra, sem hefði orðið 87 ára í haust. Engar deilur voru um þessa ákvörðun bæjarbúa, ólíkt því þegar ákveðið var að Malpensa flugvöllurinn yrði nefndur eftir Berlusconi í júlí síðastliðnum.

Hotel Piccolo Portofino

Hotel Piccolo Portofino er tilvalið fyrir þá sem vilja njóta Portofino á viðráðanlegu verði. Þetta fjögurra stjörnu hótel, staðsett í gamalli villu sem snýr út að sjónum, býður upp á nútímaleg herbergi með fallegu útsýni og einkaströnd. Þetta er góður valkostur fyrir þá sem vilja sameina þægindi og góð verð

Eight Hotel Portofino

Eight Hotel Portofino er stílhreint boutique-hótel sem sameinar nútímaþægindi við ítalska klassík. Þetta hótel er í miðbænum, í aðeins nokkurra mínútna fjarlægð frá höfninni, og er fullkomið fyrir þá sem vilja njóta næturlífsins í Portofino. Hótelið býður einnig upp á spa og rólegan garð þar sem gestir geta slakað á eftir daginn.

Þetta skaltu skoða og gera

Portofino er lítill, en bærinn er fullur af ógleymanlegum upplifunum.

Miðbærinn

Það er nauðsynlegt að ganga um Piazza Martiri dell’Olivetta, sem er hjarta bæjarins, og skoða litríku húsin og dásamlega fallegar tískuvöruverslanir eins og Dior, Louis Vuitton og Dolce and Gabbana. Auk þess eru fjölmargar litlar verslanir sem selja handgerðar vörur og listaverk. Gönguferð upp að Castello Brown, gamla kastalanum sem gnæfir yfir bæinn, er algjört skylduverk. Þaðan nýtur þú stórkostlegs útsýnis yfir höfnina og nærliggjandi svæði.

Ganga í náttúrunni

Ef þú ert náttúruunnandi, þá skaltu skoða Portofino Natural Park, þar sem þú getur notið gönguferða á fallegum stígum sem liggja meðfram klettum og skógum. Þessir stígar bjóða upp á stórkostlegt útsýni yfir sjóinn og eru tilvaldir til að flýja mannfjöldann og njóta kyrrðar náttúrunnar.

Sigling

Fyrir sjósækið fólk er sigling um Tigullio-flóann algjörlega töfrandi upplifun. Það er ógleymanlegt að skoða strandlengjuna frá sjónum, sérstaklega þegar sólin fer að setjast. Margar bátaleigur og leiðsögubátar eru í boði, og þú getur jafnvel farið í dagsferð til nærliggjandi bæja eins og Santa Margherita Ligure eða Cinque Terre.

Umfjöllunin um Portofino má finna í nýjasta tölublaði Eftir vinnu sem kom út á miðvikudag. Hér er hægt að lesa blaðið í heild.