Hið hátt í 180 milljarða króna kaupverð sem danska fyrirtækið Coloplast greiðir fyrir Kerecis er ríflega 40% hærra en í sambærilegum viðskiptum með fyrirtæki sem sérhæfa sig í sáravörum að undanförnu að sögn Andra Sveinssonar, stjórnarformanns íslenska lækningavörufyrirtækisins.
Samkvæmt greiningu Kerecis í aðdraganda viðskiptanna hefur margfaldari í sambærilegum viðskiptum verið upp undir áttföld sala á undangengnum tólf mánuðum. Verðmiðinn á Kerecis jafngildir hins vegar í kringum tólfföldum sölutekjum á síðustu tólf mánuðum.
„Þetta er yfirverð (e. premium) á markaðinn, sem er frábært fyrir okkur,“ sagði Andri í samtali við Viðskiptablaðið eftir kynningarfund Kerecis á föstudaginn í síðustu viku. Hann rakti háan margfaldara hjá Kerecis til sterkrar samningsstöðu.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði