Íslensk bílaumboð virðast koma vel undan Covid-19 faraldrinum en þrjú af fimm stærstu bílaumboðum landsins, Brimborg, Toyota og Hekla, högnuðust samtals um nærri 5,2 milljarða króna á síðasta ári. Til samanburðar nam samanlagður hagnaður umræddra bílaumboða nærri 3 milljörðum króna árið 2021 og jókst samanlagður hagnaður þeirra því um 72% á milli ára. Bílaumboðin þrjú veltu alls nærri 86 milljörðum króna í fyrra en árið áður nam samanlögð velta þeirra nærri 63 milljörðum króna. Arðgreiðslutillögur bílaumboðanna vegna síðasta árs hljóða samtals upp á nærri þrjá milljarða króna. Toyota hyggst greiða út 2 milljarða króna til hluthafa sinna, Hekla 750 milljónir og Brimborg 120 milljónir.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði