Stóru viðskiptabankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, högnuðust samtals um tæplega 67 milljarða króna á síðasta ári. Samanlagður hagnaður bankanna þriggja dróst saman um rúmlega fimmtung, eða rúmlega 14 milljarða króna, frá árinu 2021. Það ár reyndist bönkunum þó sérlega gjöfult og hefur samanlagður hagnaður bankanna aðeins einu sinni verið hærri frá hruni en það var árið 2015, er samanlagður hagnaður þeirra nam tæplega 107 milljörðum króna. Þess ber þó að geta að það ár stóð Arion banki undir nærri helmingi hagnaðarins. Munaði þar mest um að í janúar 2016 seldi dótturfélag bankans allan hlut sinn í Bakkavör Group, sem varð til þess að eignarhlutinn var endurmetinn í lok árs 2015 og virði hans jókst um nærri 21 milljarð króna. Sú fjárhæð var svo færð til bókar á ársreikningi 2015 sem hlutdeild í hagnaði hlutadeildarfélaga.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði