Vöxtur reiðhjólafyrirtækisins Lauf Cycles hefur verið ævintýralegur undanfarin ár. Veltan hefur tífaldast frá árinu 2018 en hún var yfir einum og hálfum milljarði króna árið 2024. Í upphafi var markmið fyrirtækisins, sem þá hét Lauf Forks, þó ekki að framleiða hjól heldur var fyrsta sköpunarverkið fjöðrunargaffall fyrir léttari fjallahjólreiðar, sem fyrirtækið fékk einkaleyfi á árið 2011.
„Þetta byggir allt á uppfinningum eða nýrri nálgun við að hanna hjól. Ég lít svolítið á þetta eins og að semja tónlist, menn eru ekki bara að taka einhver cover lög, það gerir ekki neitt fyrir þig, þú þarft að koma með eitthvað nýtt. Það hefur alltaf verið okkar aðalsmerki svolítið að hrófla við hlutunum og koma með nýjar lausnir,“ segir Benedikt Skúlason, forstjóri Lauf.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði