„Að opna rafhlaupahjólaleigu í landi þar sem er vont veður og langir vetur er eflaust ekkert sérstaklega rökrétt. En við höfum góða reynslu af því að reka slíkar leigur í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, sem og í öðrum löndum í Evrópu þar sem aðstæður eru ekki ósvipaðar og á Íslandi,“ segir Martin Tansøy, rekstarstjóri Bolt, þegar hann er spurður af hverju félagið hafi ákveðið að opna á Íslandi.
Bolt er leiðandi deilisamgöngufyrirtæki í Evrópu, en forstjóri Bolt, Mark Villig, stofnaði félagið í Eistlandi árið 2013 þegar hann var einungis 19 ára. Bolt hefur vaxið hratt síðan þá og er appið með yfir 200 milljónir viðskiptavina í yfir 50 löndum og yfir 600 borgum í Evrópu og Afríku. Fyrirtækið býður upp á rafhlaupahjóla- og rafhjólaleigu í meira en 250 borgum í 25 löndum. Þar fyrir utan hefur Bolt gert sig gildandi á leigubílamarkaði og matarsendingum, auk þess sem deilibílaleigan Bolt Drive, hefur vaxið fiskur um hrygg.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði