Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra kynnti á dögunum skýrslu starfshóps sem var falið að kanna gjaldtöku og arðsemi stærstu viðskiptabankanna. Hópurinn fundaði 22 sinnum á rúmu ári og er afraksturinn ríflega 100 blaðsíðna skýrsla þar sem farið er yfir helstu niðurstöður og tillögur.

Við lestur skýrslunnar er fátt sem kemur á óvart og lítið virðist hafa breyst frá því að Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið var gerð árið 2018. Helstu niðurstöður snúa að ógagnsærri gjaldtöku bankanna og tillögur hópsins virðast almennar á því sviði. Miðað við skipunarbréf hópsins og ummæli semm viðskiptaráðherra hefur látið falla mátti ætla að staðan væri mun verri en raun ber vitni.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði