Veitingastaðurinn Jómfrúin er í eigu Jakobs Einars Jakobssonar en faðir hans, Jakob Jakobsson, stofnaði veitingastaðinn árið 1996 ásamt Guðmundi Guðjónssyni. Jakob Einar tók upprunalega við rekstrinum árið 2015 ásamt Birgi Þór Bieltvedt en hann hefur verið eini eigandinn frá árinu 2020.
Frá upphafi hefur Jómfrúin verið staðsett á Lækjargötu 4 í miðbæ Reykjavíkur og það verið eini veitingastaðurinn undir merkjum Jómfrúnnar. Breyting var þar á fyrr í mánuðinum þegar Jómfrúin opnaði á Keflavíkurflugvelli í samstarfi við fyrirtækið SSP, sem sérhæfir sig í rekstri veitingastaða á flugvöllum og rekur yfir 2.500 staði víða um heim. Jómfrúin á Keflavíkurflugvelli er í eigu SSP en rekin í samstarfi við eigendur Jómfrúarinnar á Íslandi.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði