Árið byrjaði illa í baráttunni við verðbólguna og vonir um að toppi stýrivaxta væri náð í þessari viðureign urðu fljótt að engu. Alls hækkaði Seðlabankinn vexti um rúm þrjú prósentustig í ár, og fjármálamarkaðir fóru ekki varhluta af því enda öfugt samband milli vaxtastigs og verðmats fyrirtækja samkvæmt bókinni.

Eflaust hefur árið því verið mörgum fjárfestum þungt enda kom það á hæla eins af þeim blóðugustu í seinni tíð. Þó má ekki gleyma því úr hvaða methæð markaðurinn hefur verið að falla síðustu tvö ár, og þótt margir hluthafar skráðra félaga fari líklega nokkuð hvekktir inn í nýtt ár hafa síður en svo allar fréttir úr Kauphöllinni verið neikvæðar nýverið.

Hampiðjan stimplaði sig inn á aðalmarkað á ný eftir hátt í tveggja áratuga fjarveru í vor og hélt af því tilefni vel heppnað almennt útboð, og þótt blekið sé varla þornað á útboði Ísfélagsins þegar þetta er skrifað er þegar orðið óhætt að segja að þar hafi tekist með eindæmum vel til.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði