Kría, sprota- og nýsköpunarsjóður er sjálfstæður sjóður í eigu íslenska ríkisins og hefur sjóðurinn fjárfest í fjórum vísisjóðum í samstarfi við aðra sjóðafjárfesta. Heildarskuldbinding Kríu nemur 3,2 milljörðum króna í Frumtaki 3 slhf., Eyri Vexti slhf., Crowberry II slhf. og Frumtaki 4 slhf. Heildarstærð sjóðanna er yfir 40 milljarðar króna, en samanlagt hafa þeir fjárfest í fjölbreyttu safni sprotafyrirtækja fyrir meira en 27 milljarða króna. Þar af hafa vísisjóðirnir fjárfest fyrir 10,3 milljarða og fengið með sér meðfjárfesta (e. co-investors) fyrir 17,5 milljarða króna.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði