Jón Ólafur Halldórsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), segir aldarfjórðungsafmæli samtakanna marka tímamót. Á þeim tímamótum sé við hæfi að líta um öxl og huga að því hve miklu samtökin hafa áorkað á þessum 25 starfsárum. „Þessi vettvangur hefur sannað gildi sitt fyrir aðildarfélögin. Fyrst og fremst er hlutverk samtakanna að stunda hagsmunagæslu fyrir hönd fyrirtækja í verslun og þjónustu. Þau hafa stækkað jafnt og þétt í gegnum tíðina og eflst stöðugt í því að gæta hagsmuna fyrrnefndra greina. Mest púður samtakanna fer í hagsmunagæslu gagnvart stjórnvöldum, þar sem við erum t.d. að skrifa umsagnir um lagafrumvörp sem snúa að rekstri fyrirtækja í þessum greinum. Samtökin hafa verið að skila af sér á bilinu 35-80 umsögnum til Alþingis, nefndarsviða og ráðuneyta á ári hverju um ýmis mál sem tengjast verslun og þjónustu. Ég tel SVÞ hafa unnið að mörgum málum sem leitt hafa af sér miklar framfarir í þágu íslensk atvinnulífs.“

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði