Skilyrðin sem um ræðir voru fyrst sett á grundvelli sáttar Símans við Samkeppniseftirlitið árið 2013 og endurskoðuð árið 2015 en meginmarkmiðið var að tryggja sjálfstæði Mílu, sem þá var dótturfélag Símans. Kveðið var á um aðskilnað fyrirtækjanna að miklu leyti og frekari skuldbindingar sem voru til þess fallnar að efla samkeppni á fjarskipta- og sjónvarpsmörkuðum hér á landi.

Við sölu Mílu frá Símanum til franska fyrirtækisins Ardian í fyrra féllu niður skilyrði sáttarinnar frá 2015 gagnvart Mílu þar sem Samkeppniseftirlitið og Ardian gerðu með sér sérstaka sátt. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir málefnaleg rök hafa legið fyrir því að fella niður þau skilyrði sem snúa að Símanum. Samkeppniseftirlitið hafnaði þeirri beiðni á dögunum og kom niðurstaða Símanum á óvart.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði