Aðalmeðferð í bótamáli Frigusar II gegn Lindarhvoli og íslenska ríkinu lauk í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sigurður Þórðarson gaf skýrslu sem vitni, en hann var settur ríkisendurskoðandi í málefnum Lindarhvols á árabilinu 2016 til 2018.

Lögmaður Frigusar spurði Sigurð hvernig hefði gengið að afla gagna frá Lindarhvoli. „Það gekk ágætlega í tilteknum málum, en yfir höfuð var það eitt af því sem gerði mér verkefnið erfitt - aðgengið að gögnunum. Við fengum ekki aðgang að þeim, sem leiddi til þess að við vorum mikið að senda fyrirspurnir og óska eftir svörum við þeim,“ sagði Sigurður. Svörin sem hafi borist frá Lindarhvoli hafi verið í formi fyrirspurna um af hverju verið væri að kalla eftir umbeðnum gögnum.

Sigurður lýsti því hversu erfiðlega hefði gengið að afla gagna í málinu. Hann sagðist aldrei hafa fundað formlega með allri stjórn Lindarhvols, en hann hafi átt samtal við Þórhall Arason, formann stjórnarinnar og Steinar Þór Guðgeirsson, ráðgjafa stjórnarinnar. „Við áttum í miklum samskiptum við Steinar því hann var sá aðili sem gaf okkur þær upplýsingar sem við þurftum,“ sagði Sigurður.

Seðlabankinn bar fyrir sig bankaleynd

Vegna erfiðleika við að afla upplýsinga frá Lindarhvoli sagðist Sigurður hafa ákveðið að reyna aðra leið. Þá hafi hann kallað eftir upplýsingum frá slitabúunum og Seðlabankanum, sem hafi borið fyrir sig bankaleynd gagnvart honum sem settum ríkisendurskoðanda. „Ég vísaði einfaldlega í lögin um ríkisendurskoðanda og Seðlabankinn gaf svo eftir, eftir svolítið langan tíma.“

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði