Stefnt er að því að innleiða breytingar á CRR-reglugerðinni svokölluðu í íslensk lög á þessu ári. Um er að ræða innleiðingu á Basel III-staðlinum sem er hluti af bankapakka Evrópusambandsins. Þó svo að fyrirhugaðar breytingar hafi ekki fengið mikla athygli í stjórnmálaumræðu á Íslandi koma þær til með hafa töluverð áhrif á íslenskum fjármálamarkaði.
Málið bar á góma á síðasta fundi fjármálastöðugleikanefndar. Í fundargerðinni segir
„Nefndin ræddi um áhrif fyrirhugaðrar innleiðingar á breytingum á CRR reglugerðinni í íslensk lög á fyrri hluta ársins 2025. Talsverðar breytingar yrðu á útreikningi áhættugrunns fjármálafyrirtækja með innleiðingunni, sérstaklega hvað varðar áhættuvogir fasteignalána, bæði íbúðalána og fyrirtækjalána með veði í fasteignum. Almennt væru breytingarnar til þess fallnar að gera staðalaðferð við útreikning áhættuvoga áhættunæmari, þar sem lán með lítilli áhættu fengju almennt lægri áhættuvog en samkvæmt gildandi regluverki en áhættumeiri lán hærri áhættuvog.“
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði