Umræða hefur skapast um þá kröfu sem sett er á tilkynningarskylda aðila að kanna hvort viðskiptamenn þeirra, eða raunverulegir eigendur, séu í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Þá virðast margir misskilja kröfuna þannig að hún eigi einungis við um einstaklinga sem tengjast stjórnmálaflokkum.

Samkvæmt Creditinfo eru rúmlega 2 þúsund manns hér á landi í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Til samanburðar er það stærri hópur en íbúar yfir 40 sveitarfélaga á Íslandi, til að mynda stærri en Dalvík, Vogar og Bolungarvík.

Þeir sem teljast vera í áhættuhópnum, samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun fyrirtækja, eru einstaklingar sem eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu. FME heldur utan um lista yfir þau starfsheiti hér á landi sem falla undir þennan áhættuhóp.

Umræða hefur skapast um þá kröfu sem sett er á tilkynningarskylda aðila að kanna hvort viðskiptamenn þeirra, eða raunverulegir eigendur, séu í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Þá virðast margir misskilja kröfuna þannig að hún eigi einungis við um einstaklinga sem tengjast stjórnmálaflokkum.

Samkvæmt Creditinfo eru rúmlega 2 þúsund manns hér á landi í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla. Til samanburðar er það stærri hópur en íbúar yfir 40 sveitarfélaga á Íslandi, til að mynda stærri en Dalvík, Vogar og Bolungarvík.

Þeir sem teljast vera í áhættuhópnum, samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun fyrirtækja, eru einstaklingar sem eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu. FME heldur utan um lista yfir þau starfsheiti hér á landi sem falla undir þennan áhættuhóp.

Stærri hópur telst vera í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla en sem nemur íbúafjölda Dalvíkurbyggð.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Þeir sem teljast vera í áhættuhópnum, samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun fyrirtækja, eru einstaklingar sem eru eða hafa verið háttsettir í opinberri þjónustu. FME heldur utan um lista yfir þau starfsheiti hér á landi sem falla undir þennan áhættuhóp.

Nánasta fjölskylda einnig í áhættuhópi

Í áhættuhópnum eru forseti Íslands, ráðherrar, þingmenn og varaþingmenn sem tekið hafa fast sæti á þingi. Þá eru sendiherrar og staðgenglar sendiherra, seðlabankastjóri og varaseðlabankastjórar einnig á listanum, auk ríkisendurskoðanda.

Hæstaréttar- og Landsréttardómarar, dómarar við sérdómstóla og íslenskir dómarar við alþjóðadómstóla eru líka á listanum auk einstaklinga í stjórnum stjórnmálaflokka og íslenskir fyrirsvarsmenn EFTA. Á listanum eru einnig framkvæmdastjórar og stjórnarmenn ríkisfyrirtækja á borð við Landskerfi bókasafna, Farice, Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss og Vísindagarða Háskóla Íslands.

Allir þeir aðilar sem gegna þessum störfum teljast því vera í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla og einnig nánasta fjölskylda og samstarfsmenn þeirra. Til nánustu fjölskyldu teljast foreldrar, maki, börn, stjúpbörn og makar þeirra.

Einstaklingur sem væri stjúpbarn stjórnarmanns Hörpu myndi til dæmis teljast vera í áhættuhópi, og sömuleiðis maki þess einstaklings. Sömuleiðis tengdasonur stjórnarmanns Vísindagarða Háskóla Íslands, svo dæmi sé tekið.

Nánar er fjallað um stjórnmálaleg tengsl í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.