Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur skapað sér sérstöðu að því leyti að hann hefur verið óhræddur við að tjá sig opinberlega. Sumir myndu segja að hann væri þar með pólitískari seðlabankastjóri en forverarnir.

„Ég hef aldrei verið flokksbundinn eða tekið þátt í starfi stjórnmálaflokka. Og því aldrei verið bundinn á neinni flokkslínu. Ég get hins vegar tekið undir að ég hef tjáð mig meira og oftar en forverar mínar og lagt fram skýra afstöðu í mörgum málum.

Þetta er að einhverju leyti tímanna tákn. Hér í eina tíð var ekki gerð sú krafa til seðlabankastjóra að þeir þurftu að svara til almennings. „Never apologise, never explain“ var til að mynda haft eftir Montagu Norman, hinum áhrifamikla bankastjóra Englandsbanka (1920–44). Allt hefur þetta þó breyst með tilkomu verðbólgumarkmiðs sem gerir kröfu um gagnsæi, skýringar og skýr skilaboð. Seðlabanki á verðbólgumarkmiði bókstaflega þarf að koma skoðunum sínum á framfæri til þess að hafa áhrif. Stundum er talað um að peningastefnan sé list fremur en vísindi – í öllu falli snýst málið um að hafa áhrif á væntingar. Þessi grundvallarviðmið um gagnsæi hafa síðan verið yfirfærð á önnur svið – líkt og þjóðhagsvarúð og fjármálaeftirlit. Seðlabankar úti í heimi eru orðnir opinskárri en áður þó vissulega sé umdeilt hversu langt er hægt að ganga.“

Ásgeir segir að umræðuhefðin á Íslandi hafi í gegnum árin verið gegnsýrð af pólitík.

„Pólitíkin hefur sögulega verið yfirgnæfandi í þjóðfélagsumræðunni hérlendis, sem hefur stundum verið á kostnað raunsæis og staðreynda."

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði