Rætt var við Gylfa Þór Magnússon, framkvæmdastjóra Sölustofnunar lagmetis, sem voru samtök framleiðenda í lagmetisiðnaði – fyrirtækja sem framleiddu niðursöðuvörur.

Hér er hluti af greininni:

Viðskipti Sölustofnunar lagmetis við Sovétmenn hafa farið vaxandi undanfarin ár, og nú síðustu tvö árin, 1977 og 1978 hafa hvort ár um sig verið fluttar út um tíu milljónir dósa af gaffalbitum að verðmæti yfir fjórar milljónir Bandaríkjadala til Sovétríkjanna. Nú eru liðin u.þ.b. 15 ár síðan fyrsti farmurinn fór þangað.

Gylfi Þór Magnússon er framkvæmdastjóri Sölustofnunar lagmetis, en Sölustofnunin annast útflutninginn fyrir hönd aðildarverksmiðjanna. Hjá honum fékk F.V. ýmsar upplýsingar varðandi viðskiptin við Sovétríkin.

Því miður hafa eingöngu verið fluttar út síldarafurðir, eða gaffalbitar eins og þeir eru kallaðir til Sovétríkjanna, sagði Gylfi. Við höfum lagt talsverða vinnu í að kynna Sovétmönnum aðrar framleiðsluvörur, og vonum að takast megi að gera breytingar á þessu. Nokkrar framleiðsluvörur eru nú til athugunar hjá þeim, m.a. síld í sósu, fiskbúðingur, þorskhrogn, lifrarpasta og kavíar.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði