Auglýsingaherferð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi vegna fyrirhugaðra hækkana á veiðigjöldum hefur vakið mikið umtal og ratað í fjölmiðla. Þannig var mikið fjallað um hneykslunina í röðum ýmissa menningarvita yfir auglýsingu þar sem tveir Norðmenn ræða hversu mikil verðmæti felast í fullvinnslu sjávarfangs. Kallast auglýsingin á við norsku þáttaröðina Exit sem er mörgum að góðu kunn.
Auglýsingin er sniðug þó svo að vafamál sé hvort inntak hennar komist til skila – það er að samþætting veiða og vinnslu eins og tíðkast hér á landi eykur verðmætasköpun greinarinnar og hefur mikla yfirburði yfir sjávarútveg eins og hann er til að mynda tekinn í Noregi þar sem stærstur hluti aflans er fluttur óunninn úr landi.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 5.995 kr. á mánuði