Mig langar að tileinka sterkan ársreikning Reykjavíkurborgar 2021 - í miðju covid - hinum geðþekku og glaðhlakkalegu þátttakendum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem aðeins voru sammála eitt: að borgin væri gjaldþrota. Næsta umræðuefni, takk.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á Twitter 22. apríl 2022.
Borgarstjórinn Dagur skrifaði þessi orð rétt um þremur vikum fyrir sveitastjórnarkosningar í fyrra. Það er ekki ósennilegt að þetta tíst fari í sögubækurnar.
Ársreikningur borgarinnar fyrir árið 2021 var nefnilega ekki sterkur. Lunginn af 23,4 milljarða hagnaði A og B hluta Reykjavíkurborgar voru matsbreytingar í Félagsbústöðum, eða 20,5 milljarðar. Það eru allir endurskoðendur á Íslandi sammála um það, nema þeir tveir endurskoðendur sem rita undir ársreikninginn, að það gefi ekki rétta mynd af rekstri Reykjavíkurborgar að tekjufæra þessa matsbreytingu. Að baki henni stendur ekkert. Bara loft. Því það stendur ekki til að selja félagsíbúðirnar.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði