Sigurður Sævar Magnúsarson er ungur og metnaðarfullur myndlistarmaður sem hefur markað sér stóran sess í íslenskri listasenu. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann skarað fram úr með sjálfstæðum vinnubrögðum og djúpri ástríðu fyrir sköpun. Sigurður útskrifaðist úr Konunglegu listakademíunni í Haag árið 2023, en hefur verið starfandi listamaður og haldið sýningar frá því hann var þrettán ára gamall.
Blaðamaður hitti Sigurð Sævar í stúdíó hans á Hverfisgötu, þar sem hann er með lifandi sýningarrými með verkum frá mismunandi tímabilum. Hann skiptir út verkum eftir því hvað hann á til, eftirspurnin hefur verið mikil og biðlisti eftir verkunum hans í fleiri ár. Sigurður Sævar er einstakur og kraftmikill karakter. Hann er kurteis, leggur mikið upp úr snyrtilegum klæðnaði og talar óvenju vandað mál miðað við aldur. Þess má geta að Sigurður er fyrsti viðmælandi blaðamanns sem tekur á móti honum með kampavínsflösku, vonandi ekki sá síðasti.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði